“Atopos” er fyrsta smáskífan af breiðskífu Bjarkar, Fossora, sem kemur út 30. september næstkomandi. Forsala á plötunni er í gangi hér.
Leikstjóri myndbandsins er hinn frábæri Viðar Logi en um listræna stjórn sjá þau Björk og James Merry sem hefur unnið náið með Björk til fjölda ára. Í “Atopos” heyrist ný viðbót við hljóðheim hennar og eru taktarnir hjá henni mjög harðir og ef ekki þeir hörðustu sem hún hefur gert á sínum ferli.
Tónlistarfólkið sem kemur fram í laginu eru Kas, Baldur Ingvar Tryggvason, Grímur Helgason, Hilma Kristín Sveinsdóttir, Helga Björg Arnardóttir, Kristín Þóra Pétursdóttir og Rúnar Óskarsson.