Íslensku Tónlistarverðlaunin voru haldin með miklum bravúr síðustu helgi og erum við mjög þakklát fyrir að starfa fyrir þau sem voru tilnefnd og eru þau Strokkvartettinn Siggi, Halldór Smárason, Jónsi, Gyða Valtýsdóttir, Stína Ágústsdóttir Trio, Páll Ragnar Pálsson, JFDR og Mikael Máni Ásmundsson.
Við samgleðjumst hinum frábæru HAM, gugusar, Ingibjörgu Elsu Turchi, Hjaltalín og Bríet fyrir þeirra frábæra gengi sem er sannarlega verðskuldað. Það mikla stolt og þakklæti sem við fyllumst er ólýsanlegt þegar Frosti Jón Runólfsson og Jónsi tóku verðlaun líkt og Gyða Valtýsdóttir, JFDR og Sigur Rós sem hlutu löngu tímabær heiðursverðlaun. Þeirra framlag til íslenskrar tónlistar, menningar og að ógleymdu framlagi til ímyndarsköpunar Íslands á alheimsvísu sem er ómælanlega stórt. Takk!
Hér má horfa á athöfnina í heild sinni sem var með mjög skemmtilegu sniði í ár.
Hér má sjá yfirlit yfir feril Sigur Rósar sem verður að teljast einstakur og er þá vægt til orða tekið. Í kjölfarið má njóta þess sem okkur finnst standa uppúr af verðlaunahátíðinni í ár.