Hljómsveitin virgin orchestra gefur út plötuna ‘fragments‘ í dag þann 12. mai. Platan er gefin út hjá Smekkleysu og er jafnframt fyrsta beiðskífa hljómsveitarinnar. Platan kemur bæði út á vinyl og á helstu streymisveitum.
‘fragments’ inniheldur sjö lög sem blanda saman post-punk við raftónlist, draumpopp, industrial og óhljóðalist sem skapar fallegan og tilraunakenndan hljóðheim.
Hljómsveitin, sem er skipuð þeim Starra Holm, Stefaníu Pálsdóttur og Rún Árnadóttur sem kynntust í tónlistarnámi við Listaháskóla Íslands, sækir innblástur til margvíslegra áhrifa þar á meðal The Cure, My Bloody Valentine, The Velvet Underground, Dmitri Shostakovich og Delia Derbyshire.
Vínyll fæst bæði í vefsölu og í verslun.
https://smekkleysa.net/…/virgin-orchestra-fragments/