Í tilefni af útgáfu plötunnar Modern Age Ophelia verða haldnir tónleikar í Björtuloftum í Hörpu þann 10. janúar 2022. Söngkonan og lagahöfundurinn Anna Sóley sendi frá sér plötuna í september á síðasta ári. Í tónlistinni koma saman mismunandi stefnur; módern jazz, popp og alþýðutónlist. Anna lærði jazzsöng í Arnhem í Hollandi og stundaði nám í bókmenntafræði bæði á Íslandi og í Hollandi.

Anna leggur mikið upp úr textunum sem eru með einn fótinn í raunveruleikanum og hinn í draumheimum. Þema plötunnar eru sögur sem eiga það sameiginlegt að fjalla um mörk milli fortíðar og nútíðar, raunveruleika og skáldskapar, og kannski einna helst forvitnilegar persónur. Einhverjar tilraunir eru líka með ljóðaflutning og talað mál yfir tóna.

Bandið skipa frábærir lykilmenn af íslensku tónlistarsenunni:


Mikael Máni Ásmundsson – gítar
Birgir Steinn Theodórsson – kontrabassi
Magnús Trygvason Eliassen – trommur
Steingrímur Teague – píanó / hljómborð / raddir

Tumi Árnason – tenór saxófónn

Tónleikarnir eru 10. Janúar og hefjast kl 20.00. Miðaverð er 3.500 kr og hægt er að kaupa miða á á harpa.is og tix.is
Nemar, eldri borgarar og öryrkjar fá sérstakan afslátt.

Anna Sóley

Review