Handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019.
Gyða Valtýsdóttir sellóleikari, söngkona, tónskáld og tónlistarkona kemur fram ásamt tónlistarfólki í heimsmælikvarða á einstökum tónleikum í Norðurljósum, Hörpu. Miðar á tónleikana fást hér.
Epicycle II kom út 28. ágúst síðastliðin á vegum Sono Luminus og DiaMond útgáfumerki Gyðu. Smekkleysa annast dreifingu á plötunni hér á landi.
Í texta Listahátíðar í Reyjavík segir: „Hér rennur saman ævafornt og nýtt, heillandi útsetningar Gyðu á tónlist tónskálda á borð við galdranunnuna Hildegard von Bingen og franska dulhyggjumanninn Olivier Messiaen í bland við magnaða tónheima tónlistarfólks eins og Skúla Sverrissonar, Daníels Bjarnasonar, Kjartans Sveinssonar og Ólafar Arnalds sem ásamt fleirum eiga tónlist á nýrri plötu Gyðu, Epicycle II.“
Viðtökurnar á breiðskífunni hafa verið glimrandi og plötugagnrýni hefur hvarvetna verið jákvæð.
Líkt og áður hefur komið þá vann Gyða til hinna mikilsmetnu Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Álit dómnefndarinnar á tónlistarkonunni var svohljóðandi: „mikla sérstöðu sem flytjandi og nærvera hennar á sviði er bæði heillandi og einstök – viðkvæm, óræð en jafnframt kraftmikil.“
Söngur, selló: Gyða Valtýsdóttir
Gítar: Daníel Friðrik Böðvarsson
Slagverk: Magnús Trygvason Eliassen
Píanó: Kjartan Sveinsson
Bassi: Skúli Sverrisson
Hljóðgervill: Úlfur Hansson
Söngur: Ásthildur Valtýsdóttir
Söngur: Kristín Anna Valtýsdóttir
Á efnisskránni verða meðal annars flutt verk sem Gyða vann með tónskáldum á borð við Önnu Thorvalds, Kjartani Sveinssyni, Maríu Huld Markan, Daníel Bjarnasyni, Skúla Sverrissyni, Ólöfu Arnalds, Úlfi Hanssyni og Jónsa.