Handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019.

Gyða Valtýsdóttir sellóleikari, söngkona, tónskáld og tónlistarkona kemur fram ásamt tónlistarfólki í heimsmælikvarða á einstökum tónleikum í Norðurljósum, Hörpu. Miðar á tónleikana fást hér.

Epicycle II kom út 28. ágúst síðastliðin á vegum Sono Luminus og DiaMond útgáfumerki Gyðu. Smekkleysa annast dreifingu á plötunni hér á landi.

Í texta Listahátíðar í Reyjavík segir: „Hér rennur saman ævafornt og nýtt, heillandi útsetningar Gyðu á tónlist tónskálda á borð við galdranunnuna Hildegard von Bingen og franska dulhyggjumanninn Olivier Messiaen í bland við magnaða tónheima tónlistarfólks eins og Skúla Sverrissonar, Daníels Bjarnasonar, Kjartans Sveinssonar og Ólafar Arnalds sem ásamt fleirum eiga tónlist á nýrri plötu Gyðu, Epicycle II.“

Viðtökurnar á breiðskífunni hafa verið glimrandi og plötugagnrýni hefur hvarvetna verið jákvæð.

Líkt og áður hefur komið þá vann Gyða til hinna mikilsmetnu Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Álit dómnefndarinnar á tónlistarkonunni var svohljóðandi: „mikla sérstöðu sem flytjandi og nærvera hennar á sviði er bæði heillandi og einstök – viðkvæm, óræð en jafnframt kraftmikil.“

Söngur, selló: Gyða Valtýsdóttir 
Gítar:
 Daníel Friðrik Böðvarsson 
Slagverk:
 Magnús Trygvason Eliassen 
Píanó:
 Kjartan Sveinsson 
Bassi:
 Skúli Sverrisson 
Hljóðgervill: Úlfur Hansson
Söngur:
 Ásthildur Valtýsdóttir 
Söngur:
 Kristín Anna Valtýsdóttir 

Á efnisskránni verða meðal annars flutt verk sem Gyða vann með tónskáldum á borð við Önnu Thorvalds, Kjartani Sveinssyni, Maríu Huld Markan, Daníel Bjarnasyni, Skúla Sverrissyni, Ólöfu Arnalds, Úlfi Hanssyni og Jónsa.

Anna Th
Kjartanbw
María Huld
Screen Shot 2020 08 15 At 3.37.17 PM
Screen Shot 2020 08 15 At 3.45.36 PM
Screen Shot 2020 08 18 At 11.51.46 AM
Screen Shot 2020 08 24 At 10.25.45 PM
Screen Shot 2020 08 28 At 3.38.21 PM

Review