Í hverri viku mun tónlistarfólk á vegum Smekkleysu deila með ykkur þeim lögum sem veitir þeim innblástur. Fyrst í röðinni er það engin önnur en Jófríður Ákadóttir sem alla jafna er þekktust undir nafninu JFDR. JFDR á að baki farsælan feril undir eigin nafni og einnig með hljómsveitunum Pascal Pinon, Samaris og Gangly.

JFDR

JFDR hefur gefið út stórar breiðskífur í fullri lengd, Brazil og New Dreams, og hafa þær báðar hlotið mikið lof. New Dreams kom út í mars rétt áður en COVID-19 faraldurinn náði hámarki hér á landi og til stóð að JFDR myndi fylgja plötunni eftir með tónleikaferð um heiminn og þarf hún að bíða betri tíma.

Við slógum á þráðinn til Jófríðar og fengum hana til þess að gera stuttan lagalista með lögum sem veita henni innblástur. Á listanum eru m.a. lög frá eðaltónlistarfólki á borð við Arca, Harmonia ásamt Brian Eno, Oneohtrix Point Never, Enya og Thom Yorke o.fl.

Review