Í hverri viku fáum við tónlistarfólk og flytjendur með tengingu við Smekkleysu og Smekkleysu Plötubúð til að deila með ykkur og okkur tónlist sem veitir þeim innblástur. Þessa vikuna er það listaþríeykið Hlökk sem velja fimmtán lög.

Hlökk er listrænt þríeyki skipuð tónskáldunum Ingjibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Lilju Maríu Ásmundsdóttur og Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Þær settu saman lagalista með verkum og lögum eftir John Cage, Björk, Meredith Monk, John Cage og Ellen Fullman svo fáein séu nefnd. Þetta er lagalisti fyrir öll sem þyrstir í fyrsta flokks samtímatónlist.

Hlökk gáfu út breiðskífuna sína hulduhljóð og hlaut hún bæði lof og verðlaun. Smekkleysa gaf hana út árið 2019.

Review