Kaktus Einarsson

Út er komið glænýtt myndband með tónlistarmanninum Kaktus Einarsson og heitir það hvorki meira né minna en Kick The Ladder. Myndbandið er gert í samvinnu við þá Snorri Bros.

Við þekkjum Kaktus úr hljómsveitinni Fufanu sem hefur gert frábærar plötur eins og Sports og Dialog Series. Hann hefur sömuleiðis spilað á trompet með Ghostigital og sungið með Booka Shade. Kaktus er klár með sína fyrstu sólóskífu sem er væntanleg 28. maí næstkomandi. Myndbandið og fyrsta smáskífan sem eru samnefnd breiðskífunni sem við bíðum með eftirvæntingu.