Söngkona, gítarleikari og aðal lagahöfundur þjóðlagarokksveitarinnar Big Thief, Adrianne Lenker, hefur sent frá sér nýja smáskífu í dag.  Lagið er af hennar þriðju breiðskífu sem ber einfaldlega heitið songs.   “dragon eyes” er önnur smáskífan af plötunni sem kemur út á vegum 4AD.

Lagið kemur einnig út á helstu tónlistar- og streymisveitum.

Big Thief áttu að koma til landsins í sumar en hættu við tónleikaferð sína eins og flest annað tónlistarfólk vegna Covid 19. Big Thief hafa gefið út samtals fjórar breiðskífur á vegum 4AD og Saddle Creek.

Review