Við í Smekkleysu Plötubúð bjóðum upp á forsölu á væntanlegum titlum og um ræðir nokkar einstaklega frábærar skífur. Miklu fleiri plötur eru á áætlun á þessu og verður hægt að forpanta með örfáum smellum.

Okkar ástsælasti karlkyns grínisti er hverri nærri hættur jafnvel þó hann sé að detta í áttrætt, Laddi sendir frá sér Það er aldeilis og er fáanleg í forsölu og er útgáfudagur, 21. janúar.

Írska rokkbandið Fontaines D.C. hafa gefið út skífur á hverju ári síðan 2019 og kemur Skinty Fia beint í kjölfarið á A Hero’s Death sem hlaut einróma lof og tilnefningar til Grammy- og Brit-verðlaunanna. Íslandsvinirnir í Midlake eru með sína fimmtu breiðskífu á leiðinni og lofa tóndæmin mjög góðu.

Beach House virðast toppa sig með hverri plötu og er Once Twice Melody enginn eftirbátur í þeirra katalóg. Annar gamalkunnur Íslandsvinur er að gefa út plötu og er það enginn annar en blúskempan John Mayall sem er búinn að vera að í meira en fimm áratugi er nýjasta plata hans Sun Is Shining Down að koma út 25. maí og á henni spila hin rísandi blússtjarna Marcus Miller ásamt Scarlet Rivera úr Bob Dylan’s Rolling Thunder Review og Americana-hetjunni Buddy Miller.

Nas er lifandi rapp-goðsögn og hefur King’s Disease II hlotið mikið lof frá miðlum á borð við The Needle Drop, The Independent, NME, The Line of Best Fit og All Music Guide sem sumar gefa skífunni fullt hús stiga. Ásamt Nas eru kanónur á borð við Lauryn Hill og Eminem.

Gítarhetjan Steve Vai á að baki farsælan feril sem er hvergi nærri lokið og á væntanlegri breiðskífu hans Inviolate spila fleiri hetjur því Billy Sheehan, Vinnie Colaiuta og Terry Bozzio og er þetta því algjör hetjuveisla.

Vinirnir Bill Callahan og Bonnie Prince Billy eiga báðir gríðarlega góðar plötur í handraðanum og hvar sem maður drepur niður á þeirra plötum dettur maður niður á gullmola. Blind Date Party er þeirra fyrsta sameiginlega plata og inniheldur hún lög sem þeir settu saman í fyrstu Covid-19 bylgjunni snemma árs 2020.

Jack White er í miklum metum hjá okkur enda frábær listamaður sem keyrir áfram af mikilli ástríðu í tónlist sinni og sömuleiðis með Third Man samsteypunni sem bæði gefur út plötur, framleiðir og allsskonar sem er efni í annan pistil. Okkar eigin Gyða Valtýsdóttir sendir frá sér sína aðra breiðskífu með lögum sem hún semur sjálf, þ.e. ekki samstarfi við önnur tónskáld eins og hún gerir á Epicycle og Epicycle II. Ox kemur út á vínil í apríl næstkomandi.

Review