Önnur sólóbreiðskífa kemur út föstudaginn 12. nóvember á vegum Transgressive Records, Smekkleysa SM dreifir á Íslandi

The Nearer The Fountain, More Pure The Stream Flows, er nýjasta hljóðversskífa tónlistarmannsins Damon Albarn og kemur hún út á vegum Transgressive Records föstudaginn 12. nóvember.  Smekkleysa SM ehf. dreifir breiðskífunni hér á landi.  Hægt er að kaupa eintak af plötunni hér.

Mynd: Linda Brownlee

Upphaflega átti The Nearer The Fountain, More Pure The Stream Flows að vera hljómsveitarverk sem innblásið var af íslensku landslagi.  Þegar heimsfaraldurinn skall á í ársbyrjun 2020 snéri Damon sér aftur að tónsmíðunum og ákvað að þróa þær í ellefu lög sem eru m.a. innblásin af viðkvæmni, missi og endurfæðingu.   Útkoman er víðáttumikið safn laga þar sem Damon er sögumaðurinn.  Nafn breiðskífunnar er tekið úr ljóði John Clare sem heitir Love and Memory. 

„Ég er búinn að vera á mínu eigin myrka ferðalagi í gegnum gerð plötunnar sem hefur talið mér trú um að hrein uppspretta sé enn til.“ segir Damon um gerð plötunnar.

Tónlistarferill Damons er langur og eru ævarandi breytingar og tilraunamennska einkennandi fyrir hann.  Á nýju plötunni opinberast enn fleiri ókannaðar tónlistarlendur í formi víðfemdra hljómsveitarútsetninga, einlægra laglína sem daðra við ósamræmi á köflum en eru þó tignarleg að mestu leyti og nær raddflutningur Damons nýjum hæðum.  The Nearer The Fountain, More Pure The Stream Flows er uppfull af tónlist sem lýsir þeim óreiðukennda og fallega heim sem við búum í á sama tíma og hún lýsir þeim ólgusjó tilfinninga sem er fylgifiskur okkar mannlega eðlis.

Hér má sjá lagalista plötunnar:

  1. The Nearer The Fountain, More Pure The Stream Flows
  2. The Cormorant
  3. Royal Morning Blue
  4. Combustion
  5. Daft Wader
  6. Darkness To Light
  7. Esja
  8. The Tower Of Montevideo
  9. Giraffe Trumpet Sea
  10. Polaris
  11. Particles

Breiðskífan kemur út á streymisveitum, lituðum og svörtum vínil auk geisladisk og kassettu.  Einnig verður fáanleg viðhafnarútgáfa  sem inniheldur harðspjalda bók með viðbættum ljósmyndum, upprunalegum textum og list eftir Damon samhliða glærum vínil, hágæða niðurhali og sjötommu vínilplötu með aukalagi úr sömu upptökulotu og platan var tekin upp.

Damon hefur flutt lög af plötunni opinberlega undanfarið og má sjá hann flytja plötuna í heild sinni að neðan á ARTE Concert Festival 2021.  Hann mun síðan fylgja plötunni eftir með tónleikaferð í febrúar og mars á næsta ári og lýkur henni með tónleikum í Hörpu þann 11. mars.

Damon er söngvari, lagahöfundur, upptökustjóri og tónskáld sem er þekktur fyrir að fara víða í tónlistarsköpun sinni sem og glögga texta hans og er óhætt að fullyrða að hann er einn áhrifamesti og áhugaverðasti breski tónlistarmaður samtímans.  Hann er stofnmeðlimur Blur, Gorillaz og The Good, The Bad & The Queen hefur hann sex sinnum hlotið Brit tónlistarverðlaunin, tvívegis hlotið Ivor Novello verðlaunin og ein Grammy verðlaun. 

Review