Sigur Rós hafa ötullega borið hróður Íslands og íslenskrar menningar frá upphafi síns ferils og erum við þeim ævinlega þakklát.
Sigur Rós gáfu út “Takk” fyrir 15 árum og fóru í kjölfarið á eina af ástsælustu tónleikaferð sína ásamt amiina. Takk hefur að geyma perlur á borð við ‘Glósóli’, ‘Sæglópur’ og ‘Hoppípolla’. Þetta meistaraverk er blessunarlega fáanlegt á vínil á ný.
Hljómsveitin er einnig að gefa út Odin’s Raven Magic 4. desember næstkomandi og 2. október kom einnig út önnur sólóskífa Jónsa, Shiver. Hún hefur hlotið lof aðdáenda sem og tónlistarblaðamanna.