Sigur Rós hafa ötullega borið hróður Íslands og íslenskrar menningar frá upphafi síns ferils og erum við þeim ævinlega þakklát.

Sigur Rós gáfu út “Takk” fyrir 15 árum og fóru í kjölfarið á eina af ástsælustu tónleikaferð sína ásamt amiina. Takk hefur að geyma perlur á borð við ‘Glósóli’, ‘Sæglópur’ og ‘Hoppípolla’. Þetta meistaraverk er blessunarlega fáanlegt á vínil á ný.

Hljómsveitin er einnig að gefa út Odin’s Raven Magic 4. desember næstkomandi og 2. október kom einnig út önnur sólóskífa Jónsa, Shiver. Hún hefur hlotið lof aðdáenda sem og tónlistarblaðamanna.

Review