Sigur Rós hafa gefið út aðra af væntanlegri tónleikaplötu sinni, Odin’s Raven Magic, sem verður að teljast með langþráðari verkum sveitarinnar. Smáskífan heitir “Stendur æva” og þar sést Steindór Andersen kveða og Schola Cantorum syngja undir tónlist Sigur Rósar.

Odin’s Raven Magic eða Hrafnagaldr Óðins er samstarfsverkefni Sigur RósarHilmars Arnar HilmarssonarMaríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Páls Guðmundssonar frá Húsafelli og Steindórs Andersen.  Verkið var upprunalega flutt á Listahátíð í Reykjavík og í The Barbican Centre í London árið 2002.

Hlutar af útgáfunni hefur komið út sem bootleg og hefur selst dýrum dómum á netinu og nú er loksins að koma út viðeigandi útgáfa af þessu magnaða verki.  Odin’s Raven Magic kemur út 4. desember og er fáanleg í forsölu á lituðum vínil, venjulegum vínil og geisladisk.

Tryggðu þér eintak hér

Review