“Stay in This Heartbeat” er heitið á nýjustu smáskífu Stínu Ágústsdóttur af væntanlegri breiðskífu hennar, Drown to Die a Little. Smáskífan var að lenda og fjallar lagið um þær djúpu tengingar sem við náum við annað fólk. Við erum að tala um tengingarnar sem eru töfrum líkastar og viljum helst að þær haldist að eilífu. Í sumum tilfellum gera þær það og öðrum ekki en við vitum þó flest að á þessum tímum að tenging við annað fólk er gríðarlega mikilvæg og lífsnauðsynleg.

“Stay in This Heartbeat” er samið af Stínu og vini hennar og samstarfsmanni til margra ára, Mikael Mána Ásmundssyni, sem einnig útsetti strengina í laginu. Ásamt Stínu og Mikael skipa hljómsveitina að baki plötunnar þeir Henrik Linder, Magnús Trygvason Elíassen og Magnús Jóhann Ragnarsson. Hörpuleikarinn Katie Buckley (Björk, Duo Harpverk, Eivør Pálsdóttir o.fl.) kemur einnig við sögu á plötunni sem var tekin upp og hljóðblönduð af Alberti Finnbogasyni í Sundlauginni í Mosfellsbæ.

Drown to Die a Little er fáanleg í forsölu hjá okkur og er hún gefin út af hinu virta merki Prophone (Naxos) um allan heim.

Stína heldur útgáfutónleika í Hörpu ásamt hljómsveit sinn í Hörpu 27. mars næstkomandi og er hægt að næla sér í miða hér.

Review