Smekkleysa Plötubúð, STAK og Sumarborgin kynna fría tónleika með argentínska tónlistarmanninum Flaaryr föstudaginn 22. júlí. Flaaryr er listamannsnafn Diego Manatrizio sem hefur verið búsettur hérlendis frá árinu 2019.

Flaaryr gerir tilraunakennda tónlist þar sem möguleikar rafmagnsgítarsins eru útvíkkaðir með allrahanda hljóðeffektum sem kalla fram ryþmíska heild.

Diego spilar einnig í hljómsveitunum Hungría og dreymandi hundur og er virkur grasrótarstarfi innan listahópanna Post-dreifing og Agalma.

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Smekkleysu Plötubúðar, STAK og Sumarborgarinnar og hefjast þeir klukkan 17:00.

Review