Tónlistarkonan, lagahöfundurinn og hljóðfæraleikarinn Jófríður Ákadóttir eða JFDR heldur útgáfutónleika plötunnar Museum í Fríkirkjunni í Reykjavík 8. júní næstkomandi.

Tónleikar hefjast kl 21:00
Húsið opnar kl 20:30

Takmarkað sætaframboð – engin númeruð sæti. 
Miðasalan er hafin á tix.is! 

JFDR er löngu orðin þekkt breyta í íslensku tónlistarlífi. Hún gerði garðinn frægan með tvíburasystur sinni í hljómsveitunum Pascal Pinon og Samaris en er nú á að gefa út sína þriðju sólóplötu. JFDR segir að Museum sé „plata um hreinsun og lækningu; eins og að anda fersku sterku lofti í gegnum gamla sjálfið þitt.” Hún er innblásin af uppgötvun hugmynda sem tínst hafa í gegnum tímann eftir tímabil af skapandi stöðnun en hafa nú orðið að níu lögum sem fanga þessi hverfulu augnablik sem urðu að þessum tímalausa minnisvarða. Platan kom út 28. apríl.

Review