Í tilefni af 30 ára afmæli plötunnar, Bogomil Font og Miljónamæringarnir – Ekki þessi Leiðindi! hefur Smekkleysa ákveðið að gefa út afmælisútgáfu á vinyl, en lögin voru endurmasteruð og platan eilítið stytt til að passa í það format.

Platan kemur út föstudaginn 30. júní og verður hún fáanleg í öllum helstu hljómplötuverslunum landsins.
Þá verða rúmlega 30 ár liðin frá útgáfunni en upphaflega kom platan út á CD, en ekki vinyl, snemma sumars 1993 og lagið “marsbúa cha cha cha” varð mikill sumarsmellur og það sumar lék hljómsveitin linnulaust á samkomum fram til haustsins þegar Sigtryggur fluttist til bandaríkjanna ásamt fjölskyldu sinni.

Hljómsveitin Miljónamæringarnir hélt áfram í breyttri mynd en Bogomil hefur gert ýmislegt síðan og fer oft huldu höfði.

Er nú langt um liðið síðan Bogomil hefur komið fram og hefur hann sett saman hljómsveit sem mun flytja plötuna í heild sinni á tónleikum síðar í sumar og verður það auglýst bráðlega.

Tryggðu þér eintak inn á vefnum okkar.

Review