Guðmundur Steinn Gunnarsson tónskáld

Smekkleysa SM ehf., STAK og Sumarborgin kynna með stolti.

DJ Guðmundur Steinn Guðmundsson í Smekkleysu Plötubúð við Hjartatorg, föstudaginn 5. ágúst klukkan 16:00. Guðmundur hefur skapað sér nafn fyrir framúrstefnulegar tónsmíðar á sínum ferli sem tónskáld. Hann kemur sjaldan fram sem plötusnúður en mun að eigin sögn spila danstónlist ýmissa staða og tíma í bland við grjóthart avant-garde.

Tónlist Guðmundar Steins Gunnarssonar er í senn léttúðug ogalvarleg en „miðjar sig í Autechre-legu ryþmaskyni sem máir mörkin á milli skipulags, hvatvísi og hreinnar geðveiki“ (skv. SPIN). Sumir segja að verk hans veki myndir af hrárri alþýðulist,einfaralist og hrárri en lifandi náttúru.

Hann hefur fundið sig knúinn til að þróa með sér nótnaskrif á tölvuskjá til þess að koma hrynmáli sínu og öðrum ætlunum skýrt til flytjenda. Tónlist hans notast oft við nýja hljóðgjafa í bland við gamla en
einnig fornar tónstillingar.

Hann hefur skrifað yfir 200 tónverk, sem hafa heyrst í 25 löndum í 4 heimsálfum og á 20 hljóðritum. Þau hafa verið leikin af m.a. BBC Scottish Symphony, notabu.ensemble, l’Arsenale, Defun, Adapter, Aksiom, Crush, Mimiatbu, Ligeti Quartet, Caput, Elju og Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Tónlist hans hefur heyrst á alþjóðlegum hátíðum á borð við MATA, Transit, Transart, November Music, Musikin Aika, aDevantgarde, Musik 21 Niedersachsen, Thingamajigs, Experimental Winter Taipei, Tenor, Open Circuit, Open Days og Ultima.

Guðmundur hefur verið iðinn við kolann í íslensku tónlistarlífi sem tónskáld, flytjandi og skipuleggjandi m.a. með S.LÁ.T.U.R. og Sláturtíð, Jaðarber, Fengjastrút og útgáfunni Traktornum. Þá vann hann til tónsmíðaverðlauna í tilefni af 80 ára afmæli RÚV. Guðmundur sá um nótnaritun fyrir bókina Segulbönd Iðunnar og hefur haldið fyrirlestra um íslenska þjóðlagatónlist og skipulagt málþing um rímnakveðskap.

Review