DJ Sley eða Sóley Williams Guðrúnardóttir hefur verið dugleg við að þeyta skífum víðs vegar bæði úti í Hollandi og hér heima, seinasta sett hennar var tekið á Buxum, í Gufunesi. Hún spilar tilraunakennda, fjölbreytta elektróníska tónlist, allt frá ambient til taktfastrar raftónlistar sem fær líkamann til að iða.

Sóley ætlar að bjóða gestum og gangandi upp tveggja klukkustunda sett í Smekkleysu Plötubúð í samstarfi við STAK og Sumarborgina.