Endrum og eins verðum við þeirrar lukku aðnjótandi að fá lagalista frá tónlistarfólki sem hefur tengingu við Smekkleysu. Í þetta skiptið er það enginn annar en glæsimennið og bóksalinn Óttarr Proppé. Óttarr tók saman lagalista sem veita honum innblástur.

Óttarr Proppé
Ljósmynd: Elísabet Davíðsdóttir

Óttarr hefur lengi verið kunnur fyrir sína einstöku smekkvísi og fyrirmyndar háttsemi. Hann er smekkmaður á bækur, klæðnað og síðast en ekki síst tónlist. Óttarr hefur lengst af sungið með hljómsveitinni HAM en á líka feril að baki með Dr. Spock, Funkstrasse og RASS. Hann hefur einnig ljáð GusGus, Bless, Memfismafíunni og fleirum rödd sína.

Á meðal þeirra sem prýða lagalistann hjá Óttarri eru íslenskir klassíkerar á borð við Guðmund Jónsson, Megas og Ghostigital. Úr alþjóðlegu má m.a. finna perlur frá Kate Bush, Afrika Bambaataa, Francoise Hardy svo dæmi séu tekin. Þessi lagalisti ætti að geta glatt ykkur um helgina og jafnvel lengur.

Eldri lagalista má finna á Spotify. Þar er einnig að finna langflestarútgáfur HAM sem og aðrar útgáfur Smekkleysu.

Review