International Contemporary Ensemble frá New York og Skerpla Ensemble frá Listaháskóla Íslands, ásamt Tri-Centric Foundation, Nokia Bell Labs Experiments in Art and Technology í New York, kynna afrakstur fjölhliða samstarfs í beinu streymi, miðvikudaginn 21. apríl kl. 21.00. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Anthony Braxton og frumflutningur á verki eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Ecognosis. Stjórnandi er James Fei og sérstakir gestir eru saxófónleikarinn Darius Jones og hljóðlistarkonan Fay Victor.Tónleikarnir fara fram í samstillu streymi þrátt fyrir að hljóðfæraleikararnir sem taka þátt verði staddir í mismunandi stöðum í heiminum.

International Contemporary Ensemble

Hljóðfæraleikarar í New York munu spila frá tónleikastaðnum Roulette en hljóðfæraleikarar á Íslandi munu spila frá Norðurljósasal í Hörpu. International Contemporary Ensemble hefur, frá því heimsfaraldur hófst, sérhæft sig í að halda tónleika þar sem tónlistarmenn spila saman þrátt fyrir að vera staddir víðsvegar um heiminn. Í verki Bergrúnar munu meðlimir International Contemporary Ensemble í New York spila í rauntíma í gegnum hljóð-innsetningu í Norðurljósasal Hörpu.

Viðburðinn verður í streymi á Facebook síðu Myrkra músíkdaga og á heimasíðu hátíðarinnar.

Aðgangur að streyminu er ókeypis. Sem upptakt að tónleikunum standa Myrkir músíkdagar, International Contemporary Ensemble og Listaháskóli Íslands að málþingi í streymi um verk Anthony Braxton þriðjudaginn 20. apríl kl. 18:00.

International Contemporary Ensemble skipa:

Fay Victor, söngur
Joshua Rubin, klarinett
Darius Jones, saxófónn
Rebekah Heller, fagott
Josh Modney, fiðla
Kyle Armbrust, víóla
Michael Nicolas, selló
Levy Lorenzo, slagverk
Maciej Lewandowski, tækni og framleiðsla
Nicholas Houfek, ljósahönnun
Ross Karre, myndbandshönnunSkerpla Ensemble skipa:
Berglind María Tómasdóttir, flauta
Alvar Rosell Martin, klarinett
John McCowen, klarinett
Ana Luisa S. Diaz De Cossio, fiðla
Sigurður Halldórsson, selló
Khetsin Chuchan, píanó

Stjórnandi er James Fei.

International Contemporary Ensemble er þverfaglegt samstarf listamanna sem fer ótroðnar slóðir í hvernig tónlist er búin til, hvernig hún er upplifuð ásamt því að rannsaka frá hinum ýmsu sjónarhornum hvernig hún tengist við samfélög víðsvegar um heiminn.

Meðlimir hópsins eru 36 og telja einleikara, kammertónlistarmenn, umboðsmenn og samstarfsaðila fremstu tónlistarmanna samtímans. Verk eftir uppkomandi tónskáld hafa verið kjarni dagskrárgerðar hópsins allt frá stofnun hans árið 2001. Hópurinn er margverðlaunaður og var meðal annars tilnefndur sem Musical America Ensemble ársins árið 2014 og er handhafi hinna virtu American Music Center’s Trailblazer Award and the Chamber Music America/ASCAP Award for Adventurous Programming. Hópurinn hefur komið fram á ýmsum vettvöngum og átt í farsælu samstarfi við bæði hátíðir og listastofnanir og er til að mynda núverandi samstarfaðili Nokia Bell Labs Experiments in Art and Technology þar sem áhersla er lögð á framfarir í tónlistartækni og stafrænum samskipum sem valdeflandi verkfæri fyrir listamenn úr öllum áttum.

Skerpla Ensemble er tilraunakennd hljóðvinnustofa innan tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Vinnustofan er haldin á hverri önn og undanfarin ár hafa þátttakendur tekið þátt í fjölbreyttum viðburðum og tónleikum. Á hverri önn er gestakennurum með ólíkan bakgrunn boðið að koma og kenna ólíka nálgun á hljóð og hljóðflutning. Berglind María Tómasdóttir, prófessor við tónlistardeild Listaháskólans, hefur yfirumsjóna með vinnustofunni.

Anthony Braxton

Anthony Braxton (fæddur 1945), tónskáldið og fjölhljóðfæraleikarinn frá Chicago, er þekktur sem einn mikilvægasti tónlistarmaður, leiðbeinandi og skapandi hugsuður síðustu 50 ára. Hann er afar vel metinn í tilraunatónlistarsamfélaginu fyrir byltingarkennd gæði í verkum sínum og fyrir leiðbeiningar og innblástur sem hann hefur veitt kynslóðum yngri tónlistarmanna. Braxton var undir ólíkum áhrifum allt frá John Coltrane til Karlheinz Stockhausen en hefur búið til einstakt tónlistarkerfi sem fagnar hugmyndinni um alþjóðlega sköpun og sammannúðleika. Allt frá sjönunda áratug síðustu aldar hefur Braxton snert við fólki með sköpunargáfu sinni og skilið eftir sig arfleifð se er lituð af frumleika og voru þeir hópar eða verkefni sem hann var í forsvari fyrir talin leiðandi í tónlistarnýsköpun hverju sinni. Undanfarin 15 ár hefur þróun á tónlistarkerfi hans haldið áfram og hafa hópar eins og Ghost Trance Music, Diamond Curtain Wall Music, Falling River Music, Echo Echo Mirror House Music og ZIM Music, þjónað sem listrænar útungunarvélar fyrir einhverja af mest spennandi listamönnum núverandi kynslóðar.

Bergrún Sæbjörnsdóttir


Bergrún Snæbjörnsdóttir tónskáld fylgir innri rökfræði þegar hún nálgast tónsmíðar og samþættir oft hljóð og sjónræn fyrirbæri í óaðgreinanlega heild. Frumefnislegur stíll (-Steve Smith, New Yorker) Bergrúnar Snæbjörnsdóttur hefur verið fluttur í formi kammer- og hljóðverka víðsvegar um Norðurlöndin og á Íslandi, Ástralíu, Bretlandseyjum og Bandaríkjunum af hópum eins og Oslo Philharmonic (NO), International Contemporary Ensemble ICE (US), Sinfóníuhljómsveit Íslands, Nordic Affect (IS), Avanti! Kammersveit (FI) og fleirum. Þá hafa verk hennar verið valin til flutnings á virtum tónlistarhátíðum eins og Mostly Mozart Festival í Lincoln Center (New York), ISCM World Music Days (Peking), Sound of Stockholm, Ultima Festival (Oslo), Nordic Music Days (London, Bodø, Reykjavík), Only Connect (Oslo), SPOR (Árósir), Tectonics Music Festival (Glasgow/Reykjavík), Prototype (New York), Classical NEXT (Rotterdam) og KLANG (Kaupmannahöfn) auk annarra viðburða. Einnig var hún staðartónskáld Sumartónleika í Skálholti sumarið 2018. Sem flytjandi hefur hún fjölbreyttan bakgrunn hafandi verið virk í flutning á samtíma- og tilraunatónlist auk þess að túra víða og tekið upp með hópum eins og Sigur Rós og Björk. Hún er einnig meðlimur í samtökunum S.L.Á.T.U.R. Bergrún er með meistaragráðu í tónsmíðum frá Mills College þar sem hún lærði hjá Fred Frith, Zeena Parkins, Pauline Oliveros, Roscoe Mitchell, James Fei og John Bischoff, auk þess að hafa lokið BA gráðu í tónsmíðun nýmiðla og hornleik frá Listaháskóla Íslands. Hún er um þessar mundir staðartónskáld International Contemporary Ensemble. 

Myrkir músíkdagar eru haldnir árlega af Tónskáldafélagi Íslands. Hátíðin er styrkt af Hátíðarsjóði Reykjavíkurborgar, Tónlistarsjóði Rannís, ÚTÓN og Íslandsstofu. Streymi tónleikaa International Contemporary Ensemble & Skerpla Ensemble eru haldnir í samstarfi við Hörpu tónlistarhús.

Review