Mikael Máni

Gítarleikarinn og tónskáldið Mikael Máni hefur verið einstaklega virkur á liðnum misserum. Mikael er tilnefndur til tveggja viðurkenninga á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár í flokknum jazz og blús. Annars vegar fyrir lag ársins:  “I Don´t Want to Sleep”.  (Lag: Mikael Máni. TextI Stína Ágústsdóttir) og hinsvegar sem lagahöfundur ársins í
fyrir tónsmíðar á plötunni Sólstöður með samnefndri hljómsveit.

Sólstöður er ekki í heild sinni á streymisveitum en hér má hlýða á opnunarlag plötunar. Einnig er hægt að kaupa sér eintak af plötunni í vefbúð okkar.


Síðasta sóló plata Mikaels kom út árið 2019.  Þetta var platan “Bobby”, með tríói skipuðu Skúla Sverrissyni, bassa og Magnúsi Tryggvasyni Eliassen, trommur.  Platan vakti tölverða athygli og fór víða, góðir dómar í erlendum fjölmiðlum og tölverð spilun í útvarpi í Bretlandi og víðar í Evrópu.  Lagi “Tie your hopes down” (Lag: Mikael Máni Ásmundsson) af Bobby hefur verið streymt yfir 600.000 sinnum á tónlistarveitunni Spotify.

Nostalgia Machine og Karolina Fund

Ný plata er væntanleg frá Mikael Mána.   Þetta er önnur sólóplata hans.  Nostalgia Machine heitir hún og kemur út í ágúst á þessu ári. Söfnun stendur nú yfir til 19.apríl á “Karolina-fund” sem snýst um að gera takmarkað upplag af plötunni á tvöföldum vínyl.  


Hægt er að heita á Mikael og hljómsveit með því að smella hér.

Ásamt Mikael Mána taka þátt í verkefninu þau Lilja María Ásmundsdóttir, Magnús Tryggvason Elíassen, Ingibjörg Elsa Turchi og Sölvi Kolbeinsson.  Meðlimir hljómsveitarinnar skarta afar fjölbreyttum bakgrunni og kemur hér saman tónlistarfólk úr heimi klassískrar- og samtímatónlistar, jazzi og poppi. Saman vinna meðlimir bandsins að útsetningum og myndun þessa nýja hljóðheims og er útkoman í senn nýstárleg og grípandi.  Tónlistin er “Jarm” tónlist en það er ný tónlistarstefna sem blandar saman jazzi, impressionisma og rokki.



Upptökustjóri er bandaríkjamaðurinn, Matt Pierson.  Matt er einhver virtasti upptökustjóri í heimi jazztónlistarinnar í dag.  Hann hefur stjórnað upptökum hjá listamönnum a borð við Pat Metheny, Brad Meldau og Joshua Redman, auk þess sem hann hefur fengið 6 Grammy-tilnefningar.

Það verður óneitanleg áhugavert að heyra þessa nýju tónlist Mikaels Mána í þessari áhugaverðu samsetningu tónlistarfólks en fyrsta lag plötunar kemur út 21. maí næst komandi. 

Review