Önnur breiðskífa Jónsa, Shiver, kemur út 2. október og er hún framsæknasta poppplata hans hingað til. Nýjasta smáskífan, “Salt Licorice”, er sú þriðja af breiðskífunni og þar syngur hann ásamt sænsku poppdrottningunni Robyn um kvalarfullt ástarsamband tveggja einstaklinga. Myndbandið er komið út og er það vægast sagt mergjað.
Hægt er að panta breiðsífu Jónsa á sérstöku forsöluverði hér. Breiðskífan verður fáanleg á flestum útsölustöðum hljómplatna frá og með 2. október. Smekkleysa dreifir Jónsa á Íslandi. Einnig er von á endurútgáfum af breiðskífum Sigur Rósar á komandi mánuðum.
Eins og fram hefur komið áður þá er upptökustjóri Shiver hinn breski A.G. Cook sem á og rekur útgáfuna PC Music og þykir stíll hans á skjön við margt í poppheimi í dag. Hann hefur m.a. stjórnað upptökum á breiðskífum poppsöngkonunnar Charli XCX.