Smekkleysa Plötubúð, STAK og Sumarborgin kynna með stolti snúðaþyt laugardaginn 23. júlí næstkomandi.

DJ Raggyman eða Ragnar Eiríksson starfar alla jafna sem veitingamaður og oftast kenndur við Vínstúkuna Tíu Sopar og Brút Restaurant og áður Dill Restaurant þar sem hann starfaði sem yfirkokkur í nokkur ár, þ.á.m. þegar staðurinn hlaut sína fyrstu Michelin-stjörnu árið 2017.

Ragnar er búinn að vera með brennandi áhuga á tónlist síðan 18. júní 1989 þegar hann heyrði lagið Pardise City með Guns ́n Roses. Ragnar hefur aldrei komið að tónlistarsköpun en hefur hlustað á pælt í tónlist nær sleytulaust frá þessum örlagaríka degi 1989.

Raggyman þekkir pabbarokkið út og inn og má búast við því að hann sleppi af sér beislinu eins og honum einum er lagið.

Review