Sigrún leikur glæný lög af væntanlegri plötu hennar í bland við gömul.

Sigrún er tónskáld, hljóðfæraleikari og söngvari. Hún nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands á nýmiðlabraut á árunum 2011-2015 og hefur einnig sem hljóðfæraleikari unnið með fjölda ólíkra tónlistarmanna á borð við Sigur Rós, Björk, Sóley, Oprhic Oxtra, Florence and the Machine auk margra annarra.

Sigrún steig sín fyrstu skref sem sólólistamaður árið 2016 og hefur síðan þá gefið út 4 smáskífur, meðal annars plötuna Onælan 2018. Þar skapar Sigrún heim tilraunakenndar raftónlistar sem hún hefur síðan þá haldið áfram að þróa.