Gítarleikarinn Mikael Máni hefur sent frá sér nýja plötu.   Þetta er önnur sólóplata Mikaels, sem ber nafnið Nostalgia Machine. Þetta metnaðarfulla verk er fáanlegt á geisladisk og verður vínilplatan fáanleg í lok september.

Ásamt Mikael Mána taka þátt í verkefninu þau Lilja María Ásmundsdóttir, Magnús Tryggvason Elíassen, Ingibjörg Elsa Turchi og Sölvi Kolbeinsson.  Meðlimir hljómsveitarinnar skarta afar fjölbreyttum bakgrunni og kemur hér saman tónlistarfólk úr heimi klassískrar- og samtímatónlistar, jazzi og poppi. Saman vinna meðlimir bandsins að útsetningum og myndun þessa nýja hljóðheims og er útkoman í senn nýstárleg og grípandi.   Þótt tónlist Mikaels Mána sé jafnan flokkuð sem jazz, þá lýsir Mikael Máni tónlistinni á nýju plötunni sinni sem fíngerðri blöndu af jazz, rokki og impressionisma.  Hann miðar að því að koma jafnvægi í verk sín þannig að þau séu bæði aðgengileg og krefjandi í þeirri von að hægt sé að örva áheyrendur bæði vitsmunalega og tilfinningarlega.

Upptökustjóri er Bandaríkjamaðurinn, Matt Pierson.  Matt hefur verið einhver virtasti upptökustjóri í heimi jazztónlistarinnar undanfarna áratugi.  Hann hefur stjórnað upptökum hjá listamönnum a borð við Pat Metheny, Brad Meldau og Joshua Redman, auk þess sem hann hefur fengið yfir 40 Grammy-tilnefningar.  Hljóðblöndun er í höndum Chris Allen

Þátttakendur í verkefninu eru: 

Mikael Máni Ásmundsson – Gítar og lagasmíðar
Magnús Trygvason Elíassen – Trommur, slagverk
Lilja María Ásmundsdóttir – Píanó, celeste, metallophone and raf
Ingibjörg Elsa Turchi – Rafbassi
Sölvi Kolbeinsson – klarónet and Saxófónn
Marína Ósk Þórólfsdóttir – Söngur
Matt Pierson – Upptökustjóri
Chris Allen – Hljóðblöndun and Mastering
Birgir Jón Birgisson – Upptökumaður
Brynja Baldursdóttir – Hönnun

Upptökur fóru fram í hljóðverinu, Sundlauginn.

Mikael gefur plötuna út í samstarfi við Smekkleysu og verður útgáfu plötunni fagnað

Review