Sophomore album by guitarist Mikael Máni featuring Magnús Trygvason Elíasen, Lilja María Ásmundsdóttir, Ingibjörg Turchi and Sölvi Kolbeinsson.
Nostalgia Machine was produced by 40 times Grammy nominee Matt Pierson (Pat Metheny, Brad Meldau, Joshua Redman etc.).
Vinyl available on September 24th.
Ný plata er væntanleg frá gítarleikaranum Mikael Mána. Þetta er önnur sólóplata hans. Nostalgia Machine heitir hún og kemur út 13. ágúst á þessu ári. Titillag plötunnar er komið út.
Ásamt Mikael Mána taka þátt í verkefninu þau Lilja María Ásmundsdóttir, Magnús Tryggvason Elíassen, Ingibjörg Elsa Turchi og Sölvi Kolbeinsson. Meðlimir hljómsveitarinnar skarta afar fjölbreyttum bakgrunni og kemur hér saman tónlistarfólk úr heimi klassískrar- og samtímatónlistar, jazzi og poppi. Saman vinna meðlimir bandsins að útsetningum og myndun þessa nýja hljóðheims og er útkoman í senn nýstárleg og grípandi.
Upptökustjóri er bandaríkjamaðurinn, Matt Pierson. Matt er einhver virtasti upptökustjóri í heimi jazztónlistarinnar í dag. Hann hefur stjórnað upptökum hjá listamönnum a borð við Pat Metheny, Brad Meldau og Joshua Redman, auk þess sem hann hefur fengið yfir 40 Grammy-tilnefningar. Hljóðblöndun er í höndum Chris Allen.
Vínill fáanlegur 24. september.
Reviews
There are no reviews yet.