Einu sinni voru Davíð Örn Halldórsson og Einar Örn Benediktsson á göngu. Ekki saman. Einar Örn var á göngu suður, og Davíð var á norðurleið. Þeir vissu ekki af hvor öðrum á göngu.
Þar sem Einar Örn var á göngu suður upp Vitastíg, var Davíð á göngu norður Vitastíg. Báðir gengu rösklega.
Til móts við Lindargötu lágu leiðir þeirra saman.
Þeir heilsuðust og skiptust á hugmyndum.
Þetta var fyrir þó nokkru síðan. Hugmyndir þeirra fengu smá tíma til að umgangast hvor aðra. Þangað til í dag, þá ákváðu þeir að þær skildu vera innlegg í vorið.

Sýningin opnar í Smekkleysu Kaffihúsi við Hjartatorg klukkan 16 á fimmtudaginn 16. maí og svo er opið á kaffi-og plötubúðaropnunartíma.

Review