Record Store Day eða hinn alþjóðlegi dagur plötubúða var haldinn á Íslandi í ár eins og undanfarin ár og var glatt á hjalla hér í Smekkleysu Plötubúð. Sú gula sýndi sig og hitaði mannskapinn ásamt plötusnúðunum Silju Glømmi, Heklu Egils og Herra Hljóðgeymi og lakkplötunum hans.

Eins og sjá má kaupa þær plötur sem ekki seldust, núna í vefbúðinni okkar og það er nú bara hægt að brosa breitt vegna þessa fyrir framan tölvuna eða bara kíkja til okkar á Hjartatorg.

Review