Valdi geimfari snýr aftur, rafóperetta fyrir hauslausan tenór, er heiti og undirrtitill verks sem hljómsveitin Lojpippos og Spojsippus tók upp í hljóðverinu Mjöt árið 1984 og er nú komið á streymisveitur. Hljómsveitin sem lét til sín taka á 8. og 9. áratug síðustu aldar, starfaði lengst af sem tríó (bassi, slagverk og synþísæserar) en sem dúó á síðustu metrunum (slagverk og synþísæserar), kom þannig fram á nokkrum tónleikum ásamt því að hljóðrita þennan svanasöng sinn.

Og síðan hefur ekkert til þess spurst fyrr en nú að það er komið á út streymisveitur í gegnum Smekkleysu SM.

Valdi geimfari snýr aftur
Lojpippos og Spojsippus
Valdi geimfari snýr aftur
rafóperetta fyrir hauslausan tenór

Review