Record Store Day eða Alþjóðlegi dagur plötubúðanna verður haldin í þremur pörtum í ár. Við vitum öll ástæðuna fyrir því og lifum við og njótum með því. Fyrsti dagurinn af þremur er í dag, 29. ágúst. Innlegg Smekkleysu á þessum degi er uppboð á ýmsum sjaldgæfum útgáfum og munum.

Meðal þess sem verður boðið upp er jakki frá tónleikaferð Sykurmolanna með New Order og Public Image Ltd. frá 1989, baksviðspassi frá Sigur Rós á Valtari-tónleikaferðinni, upprunalegar nælur frá Purrki Pillnikk, plötur Megasar, Q4U, Jonee Jonee og Sykurmolanna svo fátteitt sé nefnt.

Smekkleysa var stofnuð árið 1986 af vinahópi í Reykjavík. Saga Smekkleysu er útlistuð á öðrum stað á síðunni undir “OUR HISTORY”.

Eftir að Smekkleysa var stofnuð áttuðu sumir stofnenda að ef útgáfan ætti að ganga upp í Heimsyfirráðum eða dauða þyrfti að stofna poppsveit og úr því urðu til Sykurmolarnir.

Smekkleysa hefur aldrei verið rekin í gróðaskyni. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt eins og vera ber. Við höfum þó náð að plumma okkur og fáum stundum vörur sem seljast og borga reikningana.

Um daginn fengum við þá hugmynd í kollinn að selja einhverja muni og minningargripi í stað þess að geyma þá í kössum. Af hverju ekki?

Við erum nú búin að setja uppboð í loftið og mun það lifa áfram og munu nýjir munir bætast reglulega við. Við erum að fara í gegnum hirslur og kassa í kössunum munum við finna hluti sem bráðvantar ný heimili en ekki kassa. Öll innkoman af uppboðinu fer í að fjármagna Smekkleysu SM.

Uppboðið verður gegnumgangnandi næstu vikurnar og jafnvel mánuði þar sem við förum í gegnum kassana okkar sem geyma sögu okkar frá 1986. Kannski förum við lengra aftur, jafnvel til 1981.

Velkomin á Uppboðið og við vonum að þú hinkrir eftir meiri gleði.

Review