Stína Ágústsdóttir Trio hefur gefið út nýtt myndband og samnefnda breiðskífu, The Whale.   The Whale kemur út í samstarfi við Smekkleysu SM og Border Music Distribution í Svíþjóð þar sem Stína er búsett.   Stína, sem heitir fullu nafni Kristín Birgitta Ágústsdóttir, er íslenskum jazzunnendum kunn þar sem hún gaf eina vinsælustu jazzplötu ársins 2016 sem ber heitið Jazz á íslensku.  Border Music Distribution er eitt stærsta dreifingarfyrirtækið á Norðurlöndum og dreifir m.a. tónlistarfólki á borð við Nick Cave and the Bad Seeds, Arlo Parks, Mogwai, Altin Gun, Flaming Lips, Joey Badass, Freddie Gibbs, Khruangbin og Childish Gambino.

Tríó Stínu skipa ásamt henni píanistinn Anna Gréta Sigurðardóttir og gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundarson.  Stína hefur undanfarin ár verið búsett í Stokkhólmi og hefur hlotið mikið lof þar fyrir söng sinn og sviðsframkomu.  Anna Gréta og Mikael eru ein af betri jazzspilurum yngri kynslóðarinnar og hafa unnið til verðlauna fyrir verk sín. 

Myndbandið við The Whale kemur út á Youtube á föstudaginn er því leikstýrt af Magnúsi Andersen.  Magnús hefur getið gott orð sem ljósmyndari á undanförnum árum og hefur unnið fyrir mörgu af helsta tónlistarfólki landsins.

Mjög jákvæð gagnrýni um The Whale hefur birst í fjölmiðlum í Svíþjóð og gaf Kulturbloggen breiðskífunni fjórar stjörnur.

Breiðskífan er fáanleg í vefbúð Smekkleysu.

Review