Já þú last rétt. Útsala er hafin í Smekkleysu Plötubúð á Skólavörðustíg 16 og mun hún standa yfir í einhvern tíma. Það sem meira er þá er hún líka í vefverslun okkar sem við erum búin að opna.

Á útsölunni finnur þú allskyns tónlist á vínil, geisladisk, kassettum og sömuleiðis gömlu góðu DVD diskunum. Við erum ekki með neina laserdiska en við seljum boli í mörgum stærðum.

Við erum búin að breyta opnunartíma okkar og er opið á mánudögum til föstudaga frá kl. 12:00 til 18:00. Á laugardögum er opið frá 12:00 til 18:00.