“Heaven To A Tortured Mind” er ein af betri plötum ársins. Er þetta rokkplata? Kannski. Er þetta rafplata? Kannski. Yves Tumor fer um víðan völl og miðlar á borð við Pitchfork, The Skinny, The Guardian og AllMusic sammælast um að þetta sé alveg glimrandi verk sem líkja má við Ariel Pink, Prince, Childish Gambino, Aphex Twin og Amnesia Scanner.

Við vorum ekki bara að fá nýju plötuna hans Yves Tumor í hús því við fengum sömuleiðis spriklandi sendingu frá Warp, All Saints, Duophonic og Ndeya sem inniheldur meðal annars áfyllingu og nýja titla frá Aphex Twin, Jon Hassell, Mount Kimbie, Flying Lotus, Stereolab, Laraaji, Dallas Acid og svo má lengi telja.

Okkar ástkæri nágranni Pan mætti að sjálfsögðu á svæðið og nældi sér í tvær frábærar plötur með Laraaji og kemur það ekkert á óvart því hann er annálaður smekkmaður þegar kemur að því að versla tónlist. Pan var einnig að tilkynna að hann er að fara að flytja Plaid inn til Íslands í október á hátíðina sína Extreme Chill og þeir gefa út hjá Warp.

Pan Thorarensen

Leave a Reply