Í hverri viku mun tónlistarfólk á vegum Smekkleysu deila með ykkur þeim lögum sem veitir þeim innblástur. Tónskáldið Páll Ragnar Pálsson setti saman lagalista með nokkrum góðum lögum sem blása hann lífi.

Páll sendi nýverið frá sér sitt nýjasta verk, Atonement, á vegum bandarísku gæðaútgáfunnar Sono Luminus í Virginíufylki. Sono Luminus er annálað merki sem hefur nokkur íslensk tónskáld á sínum snærum. Við slógum á þráðinn til hans og fengum hann til að setja saman lagalista af lögum sem veita honum innblástur.

Páll Ragnar Pálsson

Á listanum má meðal annars finna hans eigin verk í bland við lög með Radiohead, The Notwist, Kaija Saariaho, Björk, Talk Talk, Helena Tulve, Sergei Rachmaninoff og fleiri.

Atonement inniheldur fimm kammerverk eftir Pál og eru þau flutt af Caput Ensemble og eistnesku sópransöngkonunni Tui Hirv. Páll og Tui hafa átt farsælt samstarf undanfarin ár og hafa einnig starfrækt Pálsson Hirv Dúettinn. Páll hefur áður gefið út verkið Nostalgía hjá Smekkleysu árið 2017.

Páll er einnig gítarleikari hljómsveitarinnar Maus sem hefur gefið út tvær breiðskífur á vegum Smekkleysu, Allar kenningar heimsins og ögn meira... og Musick.

Review