Photo: Viðar Logi

Tíunda hljóðversskífa Bjarkar, Fossora, hefur fengið framúrskarandi gagnrýni um allan heim og er hana að finna á listum Rough Trade, Mojo og Uncut yfir bestu breiðskífur ársins. Fossora kom út 30. september síðastliðinn og er hljómur hennar, hönnunin og kynningin á henni margrómuð og ítarlega útfærð. Meðal þeira sem koma fram á plötunni eru börninin hennar tvö, Sindri Eldon og Ísadóra Barney Bjarkardóttir, ásamt íslensku IDM-sveitinni sideproject, Bergur Þórisson, Hamrahlíðarkórinn, Gabber Modus Operandi, serpentwithfeet og fleiri.

Tilnefningar til Grammy-verðlaunanna voru tilkynntar í gær og er Fossora tilnefnd ásamt Arcade Fire, Big Thief, Wet Leg og Yeah Yeah Yeahs sem besta alternative-plata ársins. Björk hefur enn sem komið er ekki unnið til verðlaunanna og því spennandi að vita hver hreppir styttuna í ár.

Fossora er að sjálfsögðu fáanleg í Smekkleysu Plötubúð.

Review