Damon Albarn sendir 12. nóvember aðra breiðskífu sína út í alheiminn. Eins og áður hefur komið fram heitir hún The Nearer The Fountain, More Pure The Stream Flows og er hún gefin út af Transgressive Records í Bretlandi. Transgressive hefur verið með frábært tónlistarfólk á borð við Sophie, Arlo Parks, Beverly Glenn-Copeland, Mykki Blanco og The Shins á sínum snærum.

Nýjasta smáskífan af plötunni er “Royal Morning Blue” og er um að ræða frábært lag þar sem höfundareinkenni fá að njóta sín. Damon hefur nú sent frá sér myndband við lagið sem hann leikstýrir sjálfur og er myndbandið tekið upp í Reykjavík og er Esjan í stóru hlutverki í myndbandinu. The Nearer The Fountain, More Pure The Stream Flows er í forsölu hjá okkur má næla sér í eintak með að smella hér.