Damon Albarn flytur lag af væntanlegri breiðskífu

Það styttist óðum í útgáfudag annarar breiðskífu Damon Albarn og höfum við fengið að hlýða á nokkur lög af plötunni nú þegar. Eins og áður hefur komið fram þá er platan í forsölu og má kaupa hana hér. Síðasta smáskífa af The Nearer The Fountain, More Pure The Stream er lagið “Royal Morning Blue” og kom út fyrir tveim vikum og er hreint afbragð. Hér heyrum við og sjáum “The Tower of Montevideo”.