Við höldum núna Stafrænan Nótna Mánuð þar sem við fögnum íslenskum tónskáldum og höfundum og skrifaðri nótna tónlist.

Af því tilefni er hægt að kaupa stafrænar skrár í pdf sniði með verkum þeirra og meðal þeirra eru BBára Gísladóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Björk, Kaktus Einarsson, Kira Kira, Páll Ragnar Pálsson, Snorri Sigfús Birgisson, Úlfur Hansson og fleiri bætast í hópinn.

Björk reið á vaðið og setti allar nóturnar frá fyrsta tónleikaröðinni Björk Orchestral, og ætlar hún að bæta við samdægurs þeim nótum sem hún mun spila í þessari röð.

Gleðilegan nótna mánuð! Eða einsog sagt er í útlöndum Happy Digital Score Month