Þegar Mikael Máni Ásmundsson gítarleikari var í námi í Amsterdam þá tók hann eftir því hvernig fólk frá mismunandi löndum upplifði tónlist á ólíkan hátt og forgangsröðun í músík var ólík. Þar kynntist Mikael þeim Floris og Pierre sem stofnuðu saman hljómsveitina Sólstöður. Í þeim fann Mikael einmitt fólk sem upplifir tónlist á ólíkan hátt, er ósammála en vinnur í músikinni saman þar til allir finna sinn einstaka flöt.
Smekkleysa gefur út fyrstu plötu bandsins 4.des sem nefnist líkt og bandið Sólstöður. Hljómsveitarmeðlimir vinna að því að bandið hljómi eins og ein manneskja. Platan var t.d. tekin upp í einu herbergi með aðeins fjórum míkrafónum þannig að það var ekki hægt breyta neinu í eftirvinnslu, tónlistin var tekin upp í lifandi flutningi og fær að standa þannig.
Sólstöður er fjölþjóðlegt tríó en auk Mikaels sem spilar á rafgítar þá skipa bandið einn efnilegasti píanisti Hollands Floris Kappeyne og einn efnilegasti bassaleikari Sviss Pierre Balda. Þeir flytja tónsmíðar Mikaels sem eru samdar með þessa sérstöku hljóðfæraskipan í huga gítar, píanó og kontrabassa. Þetta er suðupottur margra stíla sem er skilgreindur sem kammerjazz. Þó að lögin séu samin af Mikael þá útsetja þeir lögin saman í góðu tómi þannig að persónuleiki allra fái að skína í gegn um tónsmíðina. Einnig búa þeir til spunakaflana sem eru í lögunum um leið og þeir spila.
Tríóið hefur spilað í þó nokkur ár og kom m.a. til Íslands sumarið 2019 og spilaði víða um land. Þeir hafa einnig farið í tónleikaferðalag til Geneva og í framhaldi af því þá tóku þeir upp fyrstu plötuna sína í Amsterdam í október 2019.
Þa að þeir komi frá mismunandi tónlistarheimum gerir það að verkum að þeir hjálpa hvor öðrum að vera grandvarir og ekki fylgja þeim “trendum” sem eru ráðandi í þeirra nánasta umhverfi ef að það endurspeglar ekki tónlistarsmekkinn sem býr innra með þeim. Útkoman er einlæg og melódísk plata sem notar allan tilfinningaskalann, búin til af þrem vinum með sameiginlegt markmið.
Einar Andersen sá um umbrot og hönnun, Daníel Starrason tók ljósmyndir, Lex Tanger hljóðritaði og Ívar Bongó hljóðblandaði og hljóðjafnaði.
Reviews
There are no reviews yet.