Hljómplatan Moonbow, með verkum eftir Gunnar Andreas Kristinsson, kom út hjá bandarísku útgáfunni Sono Luminus í apríl í fyrra og er hún önnur plata Gunnars og er hún hans fyrsta sem kemur út hjá stóru, erlendu útgáfufyrirtæki. Platan hefur hlotið lof gagnrýnenda víða um heim og var m.a. nýverið á stuttlista fyrir Grammy-verðlaunin.

Upphaflega stóð til að fagna útgáfu Moonbow árið 2021 en kórónuveiran kom í veg fyrir að það varð að veruleika á því ári. Nú eru Myrkir músíkdagar gengnir í garð og verður langþráður draumur að flytja verkin fyrir framan áhorfendur í þriðjudaginn 8. mars. Það er hægt að kaupa miða á tónleikana með því að smella hér.


Á tónleikunum flytur Caput-hópurinn verkið Patterns IIb og Duo Harpverk flytur PASsaCAgLia B ásamt Ingólfi Vilhjálmssyni bassaklarinettuleikara. Önnur verk af plötunni verða flutt í hringóma hljóðkerfi, titilverkið Moonbow sem Strokkvartettinn Siggi lék inn á plötuna og kammersveitarverkin Roots og Sisyfos sem hljóðrituð voru í flutningi Caput (síðastnefnda verkið ásamt Ingólfi Vilhjálmssyni, einleikara á klarinett).

Sono Luminus útgáfan sérhæfir sig í upptökum í svokölluðu 9.1 „fully immersive audio“ kerfi, en þá er hljóðfærunum raðað í kringum hljóðnemana sem gerir hlustandanum kleift að staðsetja sig í miðjum hljóðfærahópnum.

Review