Við erum búin að opna nýja vefverslun Smekkleysu. Og ef þú ert að lesa þetta ertu í nýju búðinni okkar. Vinna stendur enn yfir við að setja fleiri titla inní búðina hjá okkur.
Við ætlum að hafa tónlist, boli og rafræn gjafakort á boðstólum hjá okkur. Með rafrænum gjafakortum er hægt að senda vinum og kunningjum möguleikann að fá frábæra íslenska tónlist senda beint heim.

Endilega kíktu á búðina og sendu okkur ábendingar eða spurningar á netfangið shop@smekkleysa.net eða hér og við reynum að svara eða leysa úr fyrirspurnum.

Review