Ekki er hægt að segja við skríðum í gang því við hjólum okkur í gang. Eftir rólega tíð undanfarið er kominn tíminn til að opna aftur búðina við Óðinsgötu. Nágrannar okkar í Mengi og Systrasamlaginu eru komin í gang líka þannig að það er ekkert leiðinlegt í okkar nágrenni. Meira að segja búið að laga götuna þannig að aðgengið er hið besta hjá okkur.

Tíminn var notaður til að setja upp Vefbúð Smekkleysu og erum við stöðugt að fylla þar á hillurnar. Nýjir titlar bætast við daglega. Helst erum við að setja inn tónlist sem kominn er á vínyl, aftur. Eða kannski var ekki þetta til á vinýl. Af geisladiskum eigum við líka nóg, og finnum til nokkra titla sem við héldum að væru uppseldir.

Opnunartími okkar er breyttur, þannig að við erum með opið núna þriðjudags til föstudags frá klukkan 12:00 til 18:00

Hlökkum til að sjá ykkur með bros á vör.

Smekkleysa á Óðinsgötunni ásamt reiðhjóli (nei, Benni er ekki reiðhjól)

Review