Þá er kominn tími til þess að halda SMENGI enn á ný. að þessu sinni eiga ferlegheitin sér stað yfir internetið í streymi. Magnús T. Eliassen og Tumi Árnason munu þeyta skífum og flytja nýja tónlist.

Tumi Árnason og Magnús Trygvason Elíassen
Tumi Árnason og Magnús Trygvason Elíassen

Tumi Árnason og Magnús Trygvason Eliassen gáfu út plötuna „Allt er ómælið“ árið 2019 við mikla kátínu óreglufíkinna jazznörda. Þótti það nokkuð vel heppnuð gandreið um lendur spunans, á tímum ærslafull en líka jafnvel örlítið hjartnæm við og við. Tvíeykið hefur másað og lamið sig í gegnum aragrúa tónleika undanfarin ár og hafa ritfærir hlustendur skrifað um þá á framandi tungumálum á borð við ítölsku, frönsku, pólsku og ensku.

Review