Smekkleysa hefur um þriggja áratuga skeið verið drifkraftur frumsköpunar í íslenskri tónlist og orðlist og stuðlað að varðveislu menningarverðmæta á sviði orðsins og tónlistarinnar. Smekkleysa hefur verið útgáfa og plötubúð, staðið fyrir tónleikum og sýningum og fjölda viðburða og nú, 33 árum og 300 útgáfum síðar efnir Smekkleysa til útgáfu bókar um leyndarmál sín og gróusögur þar sem ekkert er dregið undan!

This image has an empty alt attribute; its file name is Smekkleysa_kapa-1-711x1024.jpg

Smekkleysa 33 1/3  er ríkulega myndskreytt rit gefið út í tilefni af 33 ára afmæli Smekkleysu. Margir þekktir listamenn eiga efni í ritinu sem inniheldur fjölmargar ljósmyndir, flestar eftir Björgu Sveinsdóttur. Hér er um að ræða fjölbreytt rit með spennandi efni, stuttum greinum, myndum, úrklippum og plakötum úr sögu eins litríkasta forlags landsins.

Bókin er 176 blaðsíður og er gefin út í 500 eintökum.
Hún er bæði á íslensku og ensku.
Hönnun: Ámundi Sigurðsson
Ritstjóri: Ólafur J. Engilbertsson

Forsala er nú hafin á bókinni en hún kemur út 1. desember 2020.
Sérstök viðhafnarútgáfa er líka á boðstólum hér.

Review