Páll Ragnar Pálsson hefur sent frá sér sitt nýjasta verk, Atonement, á vegum bandarísku gæðaútgáfunnar Sono Luminus í Virginíufylki. Sono Luminus er annálað merki sem hefur nokkur íslensk tónskáld á sínum snærum.

Atonement inniheldur fimm kammerverk eftir Pál og eru þau flutt af Caput Ensemble og eistnesku sópransöngkonunni Tui Hirv. Páll og Tui hafa átt farsælt samstarf undanfarin ár og hafa einnig starfrækt Pálsson Hirv Dúettinn. Páll hefur áður gefið út verkið Nostalgía hjá Smekkleysu árið 2017.

Atonement hefur hlotið góða gagnrýni og segja gagnrýnendur hana vera dimma og dularfulla en á sama tíma djúpa og að ekki sé hægt að horfa á verkið nema í gegnum linsu ástarinnar. Páll og Tui eru hjón er Atonement að einhverju leyti innblásið af því tímabili sem þau voru nýbakaðir foreldrar í útjaðri Tallin í Eistlandi þar sem þau bjuggu um skeið.

Atonement er eins og áður segir gefin út af Sono Luminus sem hefur Grammy-verðlaunahafana Brasileiro og Eliesha Nelson. Útgáfan gefur einnig út íslenska flytjendur og tónskáld á borð við Önnu Þorvaldsdóttur, Daníel Bjarnason, Nordic Affect, Strengjakvartettinn Siggi og Halldór Smárason.

Review