Sigur Rós sendir frá sér nýja breiðskífu, þá fyrstu í tíu ár. Átta er tíu laga plata og má lýsa sem innhverfri og tilfinninga þrungni. Hún verður fáanleg í stafrænu formi frá og með föstudeginum 16. júní en verður gefin út á CD og vínyl 1. september. 

Hljómurinn á ÁTTA litast af núverandi samsetningu hljómsveitarinnar, þríeykinu Jónsa, Georgi Hólm og Kjartani Sveinssyni—sem er aftur kominn til liðs við hljómsveitina eftir að hafa hætt árið 2012. Félagarnir þrír leyfðu stemningunni í hljóðverinu að tala til sín og “vildu bara hafa látlausar trommur og að tónlistin væri gisin, fljótandi og falleg,” segir Jónsi. “Við erum að eldast og erum kaldrifjaðri en áður, takmarkið mitt var bara að hreyfa við okkur þannig að við myndum finna fyrir einhverju”. Kjartan er sammála: “Við vildum gefa okkur svigrúm til þess að vera dramatískari og fara langt með útsetningarnar. Heimurinn þarf á því að halda núna. Því er erfitt að lýsa en mér finnst allt vera alltaf opið fyrir túlkun. Fólk hugsar og trúir því sem það vill”. 

Platan var hljóðrituð í Sundlauginni í Mosfellsbæ, Abbey Road stúdíóinu í Bretlandi og nokkrum hljóðverum í Bandaríkjunum. Á ÁTTA má heyra viðamiklar útsetningar og platan snertir á flestu sem hefur gert Sigur Rós að einni lofuðustu hljómsveit seinni tíma en á sama tíma má líka heyra ný blæbrigði sem teygja sig í átt til framtíðar. London Contemporary Orchestra spilar inn á plötuna undir stjórn Robert Ames og gamlir vinir hljómsveitarinnar, brassbandið Brassgat í bala spilar einnig inn á plötuna. Paul Corley hljóðblandaði tónlistina en hann kom líka að upptökustjórn ásamt meðlimum Sigur Rósar. Myndverkið sem príðir plötu umslagið er eftir Rúrí. Platan kemur út á vegum BMG en Smekkleysa sér um útgáfuna á Íslandi. 

Eftir farsótt í heimi sem er sundurtættur vegna stríða, efnahagskerfum í uppnámi, menningar stríðum og orðræðum sem valda sundrung er tónlistin á ÁTTA sefandi og samheldin. “Þetta var það sem tónlistin krafðist af okkur og hún talar fyrir sig sjálf”, segir Georg Hólm. “Platan hljómar eins og Sigur Rósar breiðskífa en tónlistin er innhverfri en áður. Hún er teygir út anga sína í gegnum strengjaútsetningarnar en horfir inn á við frekar en út.“

Jónsi er líka á því að bæði Sigur Rós og ÁTTA lifi algjörlega í núinu og endurspegli samtímann. “Í gegnum hvert ferli tölum við alltaf um hverja plötu eins og hún gæti verið okkar síðasta,” og bætir við: “Við erum alltaf að hugsa um loftslagsbreytingar, dómsdags skroll og að fara til helvítis. Við upplifðum heiminn fremur hráslagalegan á meðan upptökum stóð en kannski er von. Þar sem er myrkur er alltaf ljós.” 

Sigur Rós – Átta

3490 kr7590 kr

Newest release by Sigur Rós

Review