Fyrsta plata Elínar Með öðrum orðum kom út í júlí 2020 og fékk tilnefningu sem plata ársins á
Íslensku tónlistarverðlaununum vorið 2021.
heyrist í mér? kom út á streymisveitum síðastliðinn nóvember og var tilnefnd á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir árið 2023. Lög eins og vinir, manndráp af gáleysi, júpíter og bankastræti hafa verið í mikilli spilun undanfarna mánuði.
Nú er platan fáanleg á vínyl… svörtum og rauðum marble lituðum.
Platan snertir á mannlegum þemum og er almenn á persónulegan hátt. Hún leitar að sannleika og brýtur hann upp með ögrandi myndum og vægðarlausu tungumáli á köflum. Yfirvofandi örvæntingartónn leitast við að afhjúpa þrá sem vakir í okkur öllum um að vera séð og að vera heyrð. Bæði sem einingar samfélagsins og í persónulegum samböndum, en kannski helst fyrir okkur sjálfum. Platan tekur hlustendur með í ferðalag þar sem þeir fá að spegla sig í myrkrinu og finna þar samhygð og fegurð.
Reviews
There are no reviews yet.