Rennur upp um nótt var samið fyrir kór Breiðholtskirkju að beiðni Arnar Magnússonar, organista og kórstjóra í tilefni af 25 ára vígsluafmæli Breiðholtskirkju og 40 ára afmæli kórsins. Verkið er samið við sjö ljóð Ísaks Harðarsonar úr ljóðabókinni Rennur upp um nótt frá árinu 2009. Einnig eru notaðir tveir fagnaðarsálmar, nr. 138 og 150 úr Gamla testamentinu.
Verkið er samið fyrir sóló sópran, sóló tenór, kór, selló, hörpu og orgel auk kirkjuklukkna Breiðholtskirkju.
Lengd: u.þ.b. 32 mínútur
Hróðmar I. Sigurbjörnsson 13. janúar, 2013
Reviews
There are no reviews yet.